Félagaskiptaglugginn lokaði á þriðjudagskvöld og lánaði Breiðablik tvo leikmenn frá sér undir gluggann. Tumi Fannar Gunnarsson fór á láni til Fylkis og Dagur Örn Fjeldsted fór á láni til FH og FH er með forkaupsrétt á sóknarmanninum.
Það var ekki það eina sem gerðist á skrifstofu Breiðabliks undir lok gluggans því Blikar vonast til að ná í gegn félagaskiptum fyrir Þorleif Úlfarsson frá Ungverjalandi í vikunni. Þorleifur er þó meiddur og er talsvert í að hann snúi aftur á völlinn. Breiðablik reyndi þá að kaupa leikmann frá Fram á Gluggadeginum.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í lokadaga gluggans.
Það var ekki það eina sem gerðist á skrifstofu Breiðabliks undir lok gluggans því Blikar vonast til að ná í gegn félagaskiptum fyrir Þorleif Úlfarsson frá Ungverjalandi í vikunni. Þorleifur er þó meiddur og er talsvert í að hann snúi aftur á völlinn. Breiðablik reyndi þá að kaupa leikmann frá Fram á Gluggadeginum.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í lokadaga gluggans.
Geta þróast og orðið betri leikmenn
Er hugsunin með lánunum sú að leikmennirnir fái að spila meira?
„Já, ekki spurning. Þetta eru tveir strákar sem eru búnir að vera með okkur lengi og eru gríðarlega efnilegir báðir. Við mátum það þannig að spiltíminn hjá þessum liðum yrði meiri en hjá okkur, það væri dýrmætt fyrir þá og þeir eru báðir komnir í spennandi verkefni. Við æfðum á fimmtudaginn og það var söknuður af þeim, þetta eru frábærir leikmenn og voru stór hluti af þessu hjá okkur, en ég held að þetta hafi verið góð ákvörðun, þetta var ákvörðun sem þeir tóku líka og voru sáttir við. Við sjáum góðan möguleika á því að þeir þróist og verði betri leikmenn."
„Sáum hann sem leikmann sem gæti styrkt okkur til lengri tíma"
Það bárust fregnir af því að Breiðablik hefði gert tilboð í Þorra Stefán Þorbjörnsson, leikmann Fram, en því tilboði var hafnað. Hver var pælingin, var þörf að fá inn miðvörð á þessum tímapunkti?
„Hann er ungur, ennþá í öðrum flokki og er mjög efnilegur leikmaður. Hann spilaði mikið með Fram í fyrra og gerði vel. Hann virðist vera í minna hlutverki núna. Við sáum hann sem leikmann sem gæti styrkt okkur til lengri tíma og gætum hjálpað honum að ná langt."
„Eins og staðan er hjá okkur þá væri ekkert langt í tækifærið, en það svo sem fór ekkert lengra. Við sýndum áhuga og fór ekki lengra, bara áfram gakk."
Þið fylgist væntanlega áfram með honum eins og öðrum í deildinni?
„Hann er örvfættur varnarmaður, nokkuð röskur, stór, góður í fótbolta; örvfættur hafsent er það sem allir í heiminum eru að leita að. Þannig já, ekki spurning að við munum fylgjast með honum eins og aðrir sem hafa fylgst með honum. Hann er leikmaður Fram í dag, búið í bili af okkar hálfu," segir Dóri.
Breiðablik tekur á móti KR á Kópavogsvelli annað kvöld og hefst sá leikur klukkan 19:15
Athugasemdir