Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 15:34
Brynjar Ingi Erluson
Meistararnir töpuðu óvænt fyrir botnliðinu - Cecilía hvíld
Kvenaboltinn
Það hefur ekki gengið nógu vel hjá Svíþjóðarmeisturum Rosengård í síðustu leikjum
Það hefur ekki gengið nógu vel hjá Svíþjóðarmeisturum Rosengård í síðustu leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía var á bekknum hjá Inter
Cecilía var á bekknum hjá Inter
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svíþjóðarmeistarar Rosengård töpuðu óvænt fyrir botnliði Alingsås, 1-0, í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var annað deildartap liðsins á tímabilinu.

Rosengård hefur byrjað tímabilið þokkalega en þó ákveðið spennufall myndast eftir ótrúlegt síðasta tímabil þar sem liðið slátraði deildinni og tapaði aðeins einum leik.

Liðið vann fyrstu tvo deildarleiki tímabilsins en aðeins unnið einn af síðustu fjórum.

Guðrún Arnardóttir byrjaði í vörn Rosengård í dag á meðan Ísabella Sara Tryggvadóttir kom inn af bekknum. Alingsås hafði ekki sótt eitt stig í fyrstu fimm leikjum sínum en tókst að vinna óvænt í dag og er nú komið á blað.

Rosengård er í 4. sæti og þrátt fyrir slök úrslit í síðustu leikjum er liðið aðeins þremur stigum frá toppnum.

Kristianstad vann öflugan 3-2 sigur á Växjö í gær. Alexandra Jóhannsdóttir og Katla Tryggvadóttir byrjuðu báðar hjá Kristianstad en Guðný Árnadóttir var ónotaður varamaður á bekknum. Bryndís Arna Níelsdóttir var ekki með Växjö.

Kristianstad er í 9. sæti með 7 stig en Växjö í 13. sæti með 4 stig.

Hildur Antonsdóttir byrjaði hjá Madrid sem tapaði fyrir Badalonda, 2-1, í Liga F á Spáni. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn af bekknum hjá Madrid í síðari hálfleik sem situr í 10. sæti með 29 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat á bekknum hjá Inter sem tapaði fyrir Fiorentina, 3-1, í Seríu A í gær.

Markvörðurinn hefur verið lykilmaður í liði Inter á tímabilinu, en hún var hvíld þar sem Inter hefur þegar tryggt sér 2. sæti deildarinnar og um leið sæti í Meistaradeildinni fyrir næsta tímabil og Inter líklega að hugsa til framtíðar með því að spila öðrum markverði.

Cecilía er á láni frá Bayern München en óvíst er hvað hún mun gera eftir tímabilið.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir byrjaði hjá Anderlecht sem vann 2-0 sigur á Standard Liege. Anderlecht er á toppnum í meistarariðli belgísku úrvalsdeildarinnar með 34 stig, jafnmörg og Leuven sem vann Club Brugge, 1-0, í gær. Lára Kristín Pedersen var ekki með Brugge í leiknum og þá var Diljá Ýr Zomers ekki með Leuven.

Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá WSL-deildarliði Leicester City sem gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace í dag. Leicester er í næst neðsta sæti með 17 stig þegar ein umferð er eftir.
Athugasemdir
banner