Vestri er á toppnum í Bestu deildinni sem stendur eftir sigur á ÍBV í Eyjum í dag. Fótbolti.net ræddi við Eyjamanninn í liði Vestra, Eið Aron Sigurbjörnsson, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 2 Vestri
„Þetta var frábært. Það er erfitt að koma hingað og spila á þessum velli. Hann er ekki eins slæmur og fólk er búið að vera tala um. Þetta var frábær dagur," sagði Eiður Aron.
Gengi Vestra hingað til hefur komið flestum á óvart.
„Við erum á toppnum eins og er og við þurfum að njóta þess á meðan við getum. Fyrirfram átti maður ekkert von á því að vera á toppnum. Það er svo lítið búið en gengið kemur okkur ekkert á óvart, við vitum fyrir hvað við stöndum og hvað við getum."
„Leiðinlegt að þú sem Vestmanneyingur að vera taka af okkur stig," sagði Tryggvi Guðmundsson í lokin.
„Þetta er bara 'bisness'," sagði Eiður Aron og hló.
Athugasemdir