Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Jafnt á Selhurst Park
Eberechi Eze
Eberechi Eze
Mynd: EPA
Crystal Palace 1 - 1 Nott. Forest
1-0 Eberechi Eze ('60 , víti)
1-1 Murillo ('64 )

Markverðirnir Mats Sels og Dean Henderson voru í stuði í fyrri hálfleik.

Daniel Munoz komst í góða stöðu eftir rúmlega hálftíma leik en Sels varði frá honum. Undir lok fyrri hálfleiks komst Forest í skyndisókn og Anthony Elanga var einn gegn Henderson og markvörðurinn varði frábærlega.

Sels kom í veg fyrir mark hjá Ismaila Sarr snemma í seinni hálfleik en eftir klukkutíma leik gerðist markvörðurinn brotlegur innan teigs og vítaspyrna dæmd. Eberechi Eze skoraði úr spyrnunni og kom Palace yfir.

Palace var ekki lengi með forystuna því Murillo skoraði fyrir Forest þegar hann stýrði boltanum í netið eftir skot frá Neco Williams. Eze var nálægt því að skora sigurmarkið undir lok leiksins en hann átti skot í slá, jafntefli var niðurstaðan.

Forest hefur aðeins náð í fjögur stig í síðustu fimm leikjum og er í 6. sæti með 61 stig, tveimur stigum á eftir Chelsea sem er í 5. sæti. Palace er í 12. sæti með 46 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner