Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 17:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Klaufalegt sjálfsmark í tapi meistaranna
Ansi klaufalegt sjálfsmark
Ansi klaufalegt sjálfsmark
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Chelsea 3 - 1 Liverpool
1-0 Enzo Fernandez ('3 )
2-0 Jarell Quansah ('56 , sjálfsmark)
2-1 Virgil van Dijk ('85 )
3-1 Cole Palmer ('90 , víti)

Liverpool varð enskur meistari eftir sigur á Tottenham um síðustu helgi. Arne Slot gerði sex breytingar á liðinu gegn Chelsea í dag á meðan Enzo Maresca hélt liðinu sínu óbreyttu frá sigri gegn Everton.

Chelsea byrjaði leikinn ansi við því Enzo Fernandez var aleinn inn á teignum og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik.

Noni Madueke var nálægt því að bæta við öðru marki stuttu síðar en skotið rétt framhjá markinu.

Cody Gakpo fékk fyrsta tækifæri Liverpool eftir tæplega tíu mínútna leik en Robert Sanchez var ekki í neinum vandræðum og greip boltann. Chelsea var betri aðilinn í fyrri hálfleik en mörkin urðu ekki fleiri.

Chelsea náði tveggja marka forystu eftir tæplega klukkutíma leik en það var ansi klaufalegt sjálfsmark. Virgil van Dijk hreinsaði boltann en það fór ekki betur en svo að boltinn fór í Jarell Quansah og í netið.

Liverpool náði að klóra í bakkann undir lokn þegar Van Dijk skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Alexis Mac Allister. Chelsea fékk vítaspyrnu undir lok leiksins þegar Quansah braut á Moises Caicedo og Cole Palmer skoraði og innsiglaði sigur Chelsea. Hans fyrsta mark í síðustu 12 leikjum.

Liverpool er því áfram með 82 stig á toppnum en Chelsea er í 5. sæti með 63 stig, jafn mörg stig og Newcastle sem er í 4. sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner