Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Raphinha var nálægt því að spila fyrir ítalska landsliðið - „Sem betur fer"
Raphinha í leik með brasilíska landsliðinu
Raphinha í leik með brasilíska landsliðinu
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Raphinha var nálægt því að spila fyrir ítalska landsliðið árið 2021.

Roberto Mancini, þáverandi þjálfari ítalska liðsins, vildi fá hann í hópinn fyrir EM en Raphinha var feginn að það hafi ekki gengið upp á endanum.

„Ég var nálægt því að samþykkja kallið frá ítalska landsliðinu. Ég hefði farið á EM sem liðið vann, ég var klár í slaginn," sagði Raphinha.

„Jorginho talaði mikið við mig. Ítalska starfsliðið var með frábært verkefni fyriir mig, eitthvað sem heillaði mig mikið. Á sama tíma var ég með örlitla von um að klæðast brasilísku treeyjunni. Sem betur fer var ítalska vegabréfið ekki klárt á réttum tíima."

Raphinha var löglegur með ítalska landsliðinu þar sem faðir hans er ættaður frá Ítalíu. Raphinha var hjá Leeds á þessum tíma en mánuði eftir EM var hann valinn í brasilíska hópinn í fyrsta sinn og gekk til liðs við Barcelona 2022 og er einn besti leikmaður Evrópu í ár.
Athugasemdir
banner