
Það var þungt yfir Jóhanni Kristni Gunnarssyni, þjálfara Þórs/KA, eftir 0-3 tap gegn FH í Boganum í dag.
„Við byrjum á því að búa okkur til tvö til þrjú mjög góð færi og skorum ekki. Ég er mjög ósáttur við hvernig við bregðumst við því og annan leikinn í röð hvernig við hjálpum andstæðingum okkar við að skapa sér færi og skora mörk. Þetta var bara hörmung," sagði Jóhann.
„Við byrjum á því að búa okkur til tvö til þrjú mjög góð færi og skorum ekki. Ég er mjög ósáttur við hvernig við bregðumst við því og annan leikinn í röð hvernig við hjálpum andstæðingum okkar við að skapa sér færi og skora mörk. Þetta var bara hörmung," sagði Jóhann.
Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 3 FH
Þór/KA tapaði 3-0 gegn Val umferðina á undan.
„Annan leikinn í röð skorum við ekki mark og það er ekki boðlegt. Við erum að skapa færi en erum ekki að skora mörk og það er lélegt hjá okkur. Við eigum í rauninni að skammast okkar fyrir það hvernig við buðum FH-ingum að taka allt af okkur á okkar heimavelli í dag."
VIðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir