Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 22:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim ánægður með ungu strákana - „Verðum að undirbúa hópinn"
Mynd: EPA
Rúben Amorim, stjóri Man Utd, gerði miklar breytingar þegar liðið tapaði gegn Brentford í dag. Öll einbeiting er á Evrópudeildinni en liðið mætir Athletic Bilbao í seinni leik liðanna í undanúrslitum á Old Trafford á fimmtudaginn, United er með 3-0 forystu eftir fyrri leikinn.

Ungir leikmenn eins og Tyler Fredricson, Harry Amass og Chido Obi Martin voru allir í byrjunarliðinu og var Amorim hæst ánægður með þá.

„Við þurfum að átta okkur á því að við berum mikla ábyrgð. Við verðum að undirbúa hópinn fyrir mismunandi keppnir," sagði Amorim.

„Ég var ánægður með frammistöðuna hjá ungu strákunum. Ég var ánægður með það hvernig við stjórnuðum leiknum án þess þó að skapa okkur mikið af marktækifærum. Við vorum í vandræðum með föstu leikatriðin fyrsta hálftímann en við vissum að við vorum ekki með hæðina í að berjast í þeim."
Athugasemdir