
Það vekur athygli að Sandra María Jessen, markadrottning Bestu deildarinnar frá því í fyrra, er ekki enn komin á blað þegar fjórar umferðir eru búnar af nýju tímabili.
Þór/KA vann fyrstu tvo leiki sína en hefur núna tapað síðustu tveimur og er liðið með sex stig. Þór/KA hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjunum en Sandra hefur ekki enn skorað.
Þór/KA vann fyrstu tvo leiki sína en hefur núna tapað síðustu tveimur og er liðið með sex stig. Þór/KA hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjunum en Sandra hefur ekki enn skorað.
„Það var bara ekki vont að Sonja meiðist fyrir mót, því Sandra María í stöðu sóknarmanns er ekki að virka," sagði Magnús Haukur Harðarson í Uppbótartímanum, nýju hlaðvarpi um kvennaboltann hér á Fótbolta.net.
Sonja Björg Sigurðardóttir átti að spila sem fremsti maður Þórs/KA en meiddist stuttu fyrir mót. Söndru líður best á kantinum en hún gerði 22 mörk í 23 leikjum þaðan í fyrra.
„Sandra vill fá boltann í breiddina, hún vill fá einn á einn stöðuna og hún vil geta komið á fjærstöngina þar sem hún skoraði örugglega helming marka sinna í fyrra."
Þór/KA byrjaði tímabilið á frábærum sigri gegn Víkingi á útivelli en liðið hefur ekki litið vel út síðan þá. Þær þurfa mögulega að finna mögulega lausnir til að ná því fram besta frá stjörnunni sinni í næstu leikjum.
Athugasemdir