ÍA reyndi aftur að kaupa Tryggva Hrafn Haraldsson frá Val áður en félagaskiptaglugginn lokaði í síðustu viku.
Fyrst var talað um þetta í Íþróttavikunni á 433.is og svo í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.
Fyrst var talað um þetta í Íþróttavikunni á 433.is og svo í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.
„Þeir reyndu enn og aftur við Tryggva Hrafn. Keli var með það í Íþróttavikunni og það er kórrétt hjá honum. Þær gerðu tvær tilraunir í Tryggva Hrafn í þessum glugga," sagði Elvar Geir Magnússon.
Valur neitaði hins vegar tilboðum ÍA í Tryggva en Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði við Fótbolta.net í mars síðastliðnum að Tryggvi væri ekki til sölu.
Tryggvi er í grunninn Skagamaður en hefur leikið með Val frá árinu 2021.
Athugasemdir