Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 10:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorleifur Úlfars heim í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Breiðablik
Þorleifur Úlfarsson hefur gengið frá samningi við uppeldisfélagið sitt Breiðablik og er kominn með leikheimild fyrir félagið eftir að hafa undanfarin ár verið í Bandaríkjunum og svo hjá Debrecen í Ungverjalandi.

Þorleifur er 24 ára sóknarmaður sem glímdi við erfið meiðsli hjá Debrecen eftir að hann samdi við félagið snemma árs 2024. Hann er enn að glíma við meiðsli, fór í speglun á hné nýlega en vonandi styttist í að kappinn geti farið að spila.

Þorleifur „á einn leik að baki fyrir meistaraflokk Breiðabliks í Íslandsmóti, en sá kom árið 2021. Á þeim tíma stundaði Dolli nám við Duke-háskólann í Bandaríkjunum en í kjölfar námsins fór hann í nýliðavalið fyrir bandarísku atvinnumannadeildina, MLS. Houston Dynamo valdi Dolla í fjórða valrétti og lék hann með liðinu á árunum 2022-2023, alls 49 leiki og gerði 7 mörk.

Í febrúar í fyrra samdi Dolli við ungverska úrvalsdeildarliðið Debreceni VSC, en meiðsli komu í veg fyrir spiltíma. Nú horfir hinsvegar til betri vegar og vonumst við til að sjá meiðslalausan Dolla fljótlega á vellinum,"
segir í tilkynningu Breiðabliks í dag.



Athugasemdir
banner