Þorleifur Úlfarsson hefur gengið frá samningi við uppeldisfélagið sitt Breiðablik og er kominn með leikheimild fyrir félagið eftir að hafa undanfarin ár verið í Bandaríkjunum og svo hjá Debrecen í Ungverjalandi.
Þorleifur er 24 ára sóknarmaður sem glímdi við erfið meiðsli hjá Debrecen eftir að hann samdi við félagið snemma árs 2024. Hann er enn að glíma við meiðsli, fór í speglun á hné nýlega en vonandi styttist í að kappinn geti farið að spila.
Þorleifur er 24 ára sóknarmaður sem glímdi við erfið meiðsli hjá Debrecen eftir að hann samdi við félagið snemma árs 2024. Hann er enn að glíma við meiðsli, fór í speglun á hné nýlega en vonandi styttist í að kappinn geti farið að spila.
Þorleifur „á einn leik að baki fyrir meistaraflokk Breiðabliks í Íslandsmóti, en sá kom árið 2021. Á þeim tíma stundaði Dolli nám við Duke-háskólann í Bandaríkjunum en í kjölfar námsins fór hann í nýliðavalið fyrir bandarísku atvinnumannadeildina, MLS. Houston Dynamo valdi Dolla í fjórða valrétti og lék hann með liðinu á árunum 2022-2023, alls 49 leiki og gerði 7 mörk.
Í febrúar í fyrra samdi Dolli við ungverska úrvalsdeildarliðið Debreceni VSC, en meiðsli komu í veg fyrir spiltíma. Nú horfir hinsvegar til betri vegar og vonumst við til að sjá meiðslalausan Dolla fljótlega á vellinum," segir í tilkynningu Breiðabliks í dag.
Athugasemdir