Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
   mán 05. maí 2025 23:29
Hilmar Jökull Stefánsson
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Jökull var ósáttur við varnarleikinn í kvöld.
Jökull var ósáttur við varnarleikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Ingi Elísabetarson var að vonum svekktur með sína menn eftir 3-0 tap fyrir Aftureldingu á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld. Hann sagði ansi margt hafa farið úrskeiðis hjá sínum mönnum.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 Stjarnan

Hvað fannst Jökli hafa farið úrskeiðis hjá sínum mönnum?

„Varnarleikurinn var ekki góður og holningin á okkur ekki góð, sérstaklega í seinni hálfleik. Endum fyrri hálfleikinn af miklum krafti og það hefði verið gott að sjá mark þar en ég átta mig ekki á því hvort það hefði breytt einhverju upp á seinni hálfleikinn. Klárlega ekki ef við hefðum komið út eins og við gerðum, þannig það er af mörgu að taka núna.“

Munurinn á Stjörnuliðinu var gígantískur milli hálfleika, hvað fannst Jökli að breyttist í hálfleik?

„Ég þarf að skoða það aðeins betur en mér finnst að við höldum ekki jafn vel í boltann og tökum ekki jafn góðar ákvarðanir. Við erum svolítið berskjaldaðir til baka þegar við töpum boltanum og þeir komast í alltof góðar, hraðar sóknir á okkur. Bæði auðvitað skora þeir upp úr þannig sókn og það dregur aðeins úr og við aðeins brotnum. Þannig við þurfum að skoða það.“

Ræddi Jökull eitthvað við liðið í hálfleik um að Afturelding væri ítrekað að komast aftur fyrir bakverði Stjörnunnar?

„Við ræðum auðvitað hvernig við viljum stilla upp og það var orðið mjög gott í lok fyrri hálfleiks og það var það sem við ræddum, aðe halda því áfram. Þetta var ekki eins gott í seinni, þannig við þurfum að skoða það.“

Hvað fannst Jökli um atvikið undir lok fyrri hálfleiks þar sem Emil Atla kemur boltanum í net Aftureldingar en Twana dómari dæmir brot á Emil?

„Mér fannst það soft en við getum pikkað út alls konar atriði en það er ekki það sem skildi á milli í dag. Við áttum ekki góðan leik og þeir voru helvíti öflugir. Þetta er gott lið sem þeir eru með og þeir gerðu vel. Það er það sem stendur upp úr og það er það sem við þurfum að skoða, ekki einhver einstaka dómaraatvik, þau skipta engu máli.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner