Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sex leikmenn sem sáu eftir því að hafa farið frá Liverpool
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Það var staðfest í morgun að Trent Alexander-Arnold sé á förum frá Liverpool eftir tímabilið. Samningur hans við félagið rennur út og hann ætlar sér að fara til Real Madrid.

„Eftir 20 ár hjá Liverpool FC er nú tími til að staðesta að ég er á förum eftir tímabilið. Þetta er klárlega erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á lífsleiðinni," segir Trent í myndbandstilkynningu.

Þetta er eflaust erfið ákvörðun fyrir Alexander-Arnold og spurning hvort hún sé rétt þar sem Liverpool virðist vera á mikilli uppleið núna.

Mirror ákvað eftir þessi tíðindi að taka saman lista af leikmönnum sem sáu eftir ákvörðun sinni að yfirgefa Liverpool. Það er spurning hvort Alexander-Arnold verði í þessum hópi eftir nokkur ár.
Athugasemdir
banner