Framtíð Leroy Sane hjá Bayern Munchen er í mikilli óvissu en samningaviðræður ganga mjög hægt.
Talað hefur verið um að Sane sé tilbúinn að taka á sig launalækkun en tilboð félagsins er ennþá of lágt að sögn Sky Sports í Þýskalandi.
Talað hefur verið um að Sane sé tilbúinn að taka á sig launalækkun en tilboð félagsins er ennþá of lágt að sögn Sky Sports í Þýskalandi.
Sane vill snúa aftur í úrvalsdeildina ef hann nær ekki samkomulagi við Bayern.
Þessi fyrrum leikmaður Man City hefur verið orðaður við Liverpool en Arsenal eða Chelsea eru líklegri áfangastaðir þar sem það kemur fram hjá Sky Sports að hann myndi helst vilja flytja til Lundúna.
Athugasemdir