Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 10:49
Brynjar Ingi Erluson
Nkunku á förum frá Chelsea - Richarlison aftur til Everton?
Powerade
Nkunku ætlar að fara frá Chelsea
Nkunku ætlar að fara frá Chelsea
Mynd: Leiknir
Richarlison er orðaður við endurkomu til Everton
Richarlison er orðaður við endurkomu til Everton
Mynd: EPA
Rodrygo til Liverpool?
Rodrygo til Liverpool?
Mynd: EPA
Christopher Nkunku, Dean Huijsen og Marc Rashford koma allir fyrir í Powerade-slúðurpakka dagsins. Hér fyrir neðan má sjá helstu mola dagsins.

Franski framherjinn Christopher Nkunku (27) hefur ákveðið að yfirgefa Chelsea í sumar. (Sky Sports)

Oleksandr Zinchenko (28), leikmaður Arsenal, gæti farið frá Arsenal í sumar, en Borussia Dortmund er talið hafa áhuga á honum. (Football Insider)

Bandaríski miðjumaðurinn Weston McKennie (26) hefur náð munnlegu samkomulagi um að framlengja samning sinn við Juventus til 2028. (Fabrizio Romano)

Manchester United, Chelsea og Tottenham eru meðal félaga sem vilja fá spænska miðvörðinn Dean Huijsen (20) frá Bournemouth í sumar. (CaughtOffside)

Aston Villa mun vera í vandræðum með að kaupa Marcus Rashford (27) frá Manchester United í sumar ef félaginu mistekst að komast í Meistaradeild Evrópu. (Football Insider)

Njósnarar frá Aston Villa horfðu á Samu Agehowa (20), framherja Porto og spænska landsliðsins, á dögunum, en félagið hefur mikinn áhuga á að fá hann í sumar. (Record)

Everton er að íhuga að fá Richarlison (27) aftur til félagsins frá Tottenham. Lundúnafélagið er reiðubúið að samþykkja tilboð sem nemur um 40 milljónum punda. (GiveMeSport)

Real Madrid er að íhuga tilboð í Jon Aramburu (22), hægri bakvörð Real Sociedad. (Fichajes)

Leeds United hefur sett Troy Parrott (23), leikmann AZ Alkmaar í Hollandi, á lista yfir þá leikmenn sem félagið vill fá í sumar. (TeamTalk)

Fiorentina er nálægt því að framlengja samning ítalska varnarmannsins Pietro Comuzzo (20). Napoli hefur sýnt honum áhuga að undanförnu. (Tuttomercato)

Liverpool gæti farið á eftir brasilíska vængmanninum Rodrygo (24), sem er á mála hjá Real Madrid, en hann er opinn fyrir því að fara frá félaginu í sumar. (GiveMeSport)

Hollenska félagið Ajax er opið fyrir því að selja varnarmanninn Jorrel Hato (19) í sumar. Chelsea er meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á að fá hann. (Kick-off podcast)
Athugasemdir
banner