Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
   sun 04. maí 2025 21:39
Anton Freyr Jónsson
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög svekktur því að við mætum bara ekkert í Kaplakrika og bara sanngjarn sigur hjá FH í dag." sagði svekktur Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals eftir tapið gegn FH 4-0 í Kaplakrika í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 3 -  0 Valur

„Ég hef ekki svar. Þegar lið kemur svona út, og alla daga í vikunni erum við að tala og vinna í að það þarf að mæta svona liði sem er að berjast fyrir lífi sínu og grunnatriði leiksins verða að vera í lagi, og þegar þú ert ekki mættur í þessa baráttu þá færðu ekkert út úr leiknum. Því miður í dag frá fyrstu til síðustu mínútu þá vorum við bara ekki klárir í þessa baráttu."

„Við hefðum geta gert 10 skiptingar í hálfleik það var enginn verri en hinir, við reyndum aðeins að hrista upp í þessu, fá ferskar lappir inn og breyta aðeins um leikkerfi en þegar hjarta og sál er ekki til staðar þá færðu ekkert til baka úr leiknum."

Valur fær ÍA í heimsókn í næstu umferð í Bestu deildinni og Valur verður að gera vel á æfingasvæðinu í vikunni fram að þeim leik. 

„Engin spurning við erum búnir að gera þetta hingað til og í allan vetur og vikan líka búin að líta vel út, við vorum að leggja okkur þvílíkt fram og vissum nákvæmlega hvernig leikurinn myndi spilast í dag en í dag náðum við ekki að svara því og það eru mikil vonbrigði."


Athugasemdir
banner