
Ólafur Íshólm fór skyndilega til Leiknis og varði mark liðsins gegn Þrótti í Lengjudeildinni á föstudag.
„Nú er glugginn bara lokaður og hann er orðinn aðalmarkvörður Fram. Ég veit að allir í Úlfarsárdalnum eru gáttaðir eftir þessa hröðu og óvæntu atburðarás," segir Elvar Geir Magnússon um markmannsmál Fram en Viktor Frey Sigurðsson er skyndilega númer eitt hjá félaginu.
Viktor gekk í raðir Fram frá Leikni fyrir tímabilið og var á bekknum í fyrstu leikjum tímabilsins. En Ólafur Íshólm Ólafsson, sem var markvörður Fram, yfirgaf félagið óvænt eftir að hafa orðið ósáttur. Hann gekk í raðir Leiknis.
Viktor gekk í raðir Fram frá Leikni fyrir tímabilið og var á bekknum í fyrstu leikjum tímabilsins. En Ólafur Íshólm Ólafsson, sem var markvörður Fram, yfirgaf félagið óvænt eftir að hafa orðið ósáttur. Hann gekk í raðir Leiknis.
Tómas Þór Þórðarson talaði um það nýlega að hann teldi Viktor ekki nægilega góðan til að vera aðalmarkvörður Fram. En Tómas segir að frammistaða hans gegn Aftureldingu í síðasta leik hafi komið sér á óvart. Fram vann 3-0 og Viktor valinn í lið umferðarinnar.
„Hann stóð sig líka með svona miklum prýðum í síðasta leik. Afturelding hitti ekki öllum skotum á markið en var með xG (vænt mörk) upp á tæplega 4. Þeir voru með 40 snertingar í vítateig Framara en 0 mörk. Viktor frábær og kom mér svakalega á óvart. Hann má vera stoltur af frammistöðu sinni," segir Tómas.
„Það hefur ekki dylst neinum að ég er ekki aðdáandi en það yrði yndislegt að sjá ungan markmann mæta í deildina og taka hana með trompi. Sá var flottur. Það er skrítið að hafa verið með stöðugan markmann sem er í fyrirliðateyminu og fara í gæja sem var alls ekki að kveikja í Lengjudeildinni í fyrra. Á pappír er það mikið 'drop' en þá er bara undir Viktori að sýna í hvað hann er spunnið og hann hefur svo sannarlega gert það í tveimur leikjum af þremur."
Ólafur Íshólm varð ósáttur eftir að Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. ákvað að vera með hann á bekknum í deildarleik gegn ÍBV. Viktor hafði spilað bikarleik á undan og staðið sig vel.
„Það er vonandi að Viktor haldi svona áfram. Frábær varsla hjá honum gegn FH í bikarnum þegar hann kom í veg fyrir jöfnunarmark. Sú varsla held ég að hafi orðið til þess að Rúnar lét hann byrja í Eyjum," segir Elvar og Tómas bætir við:
„Það kom þessum hvirfilbyl af stað."
Fram heimsækir Víking í Bestu deildinni í kvöld og verður flautað til leiks klukkan 19:15.
Athugasemdir