Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Jökull: Hef ekki áhuga á einhverjum sem gagnrýna það
Jökull er á sínu þriðja tímabili sem aðalþjálfari Stjörnunnar, tók við snemma á tímabilinu 2023.
Jökull er á sínu þriðja tímabili sem aðalþjálfari Stjörnunnar, tók við snemma á tímabilinu 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli að Samúel Kári byrjaði á bekknum gegn ÍBV.
Það vakti athygli að Samúel Kári byrjaði á bekknum gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tók sex stig í fyrstu tveimur leikjunum en hefur ekki fengið stig í síðustu tveimur leikjum.
Stjarnan tók sex stig í fyrstu tveimur leikjunum en hefur ekki fengið stig í síðustu tveimur leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding vann frábæran sigur gegn Víkingi.
Afturelding vann frábæran sigur gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks sem Breiðablik vann undir lokin.
Úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks sem Breiðablik vann undir lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stjarnan er með sex stig eftir fjórar umferðir í Bestu deildinni, liðið tók sex stig úr fyrstu tveimur leikjunum en hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum. Á morgun, klukkan 19:15, fer fram leikur Stjörnunnar og Aftureldingar í Mosfellsbæ.

Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, í gær.

„Lokin á undirbúningstímabilinu spilar mjög stóran þátt í því"
„Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera fótboltalega, og erum töluvert frá því. Úti á vellinum vorum við töluvert nær því í þessum leik (gegn ÍBV síðasta mánudag) en í öðrum leikjum, en það voru ákveðnir hlutir sem við sinntum mjög illa og erum ósáttir við. Við eigum töluvert mikið inni og erum aðeins frá því sem við viljum vera," sagði Jökull.

Í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins sást á Stjörnuliðinu að markmiðið var einfalt; það átti að ná í úrslit og ekkert endilega með leiftrandi spilamennsku.

„Það eru nokkrar ástæður fyrir því og í eiginlega fyrsta skiptið sem ég nálgast leiki með þeim hætti. Lokin á undirbúningstímabilinu spilar mjög stóran þátt í því og spilar þátt í því að við erum ekki alveg á þeim stað sem við viljum vera. Þetta æxlaðist þannig að við spiluðum bara tvo leiki síðustu fimm vikurnar fyrir mót sem var kannski ekki planið. Síðasti leikur fyrir mót var mjög dapur og ekki alveg 'effortið´ sem við viljum setja í leikina. Þ.a.l. þá ávað ég að við þyrftum að passa upp á prinsipp númer eitt sem er 'effortið' sem við leggjum í leikina."

„Svo hefur byrjun móts, tveir fyrstu leikirnir síðustu ár, verið þannig að við höfum fengið lítið af stigum. Tilfinningin var sú að ef við ætluðum að treysta á að við yrðum í einhverjum biluðum takti sóknarlega til að sækja þessi stig þá væri það svolítið eins og að skjóta sig í fótinn. Það er alls konar sem spilar inn í hvernig nálgunin var í fyrstu leikjunum."


Hef engan áhuga á einhverjum sem gagnrýna það
Jökull hefur talað um að hann sé með fleiri en ellefu byrjunarliðsmenn í sínum hópi. Það vakti athygli að leikmenn eins og Samúel Kári Friðjónsson og Benedikt Warén byrjuðu á bekknum gegn ÍBV. Varstu ekki ánægður með þá á móti Blikum í leiknum á undan?

„Ég var mjög ánægður með þá. Mér fannst Sammi algjörlega 'outstanding' fyrstu 15-20 þegar við vorum með tökin á þeim leik. Benó er búinn að vera frábær, búinn að spila nánast hverja einustu mínútu og spilaði næstum því alla framlenginguna gegn Njarðvík í bikarnum þannig það er búið að vera mikið álag á honum. Hann var líka aðeins stífur fyrir ÍBV leikinn."

„Í Blikaleiknum komu Alex Þór og Guðmundur Baldvin ekkert eðlilega vel inn í leikinn og verðskulduðu að koma inn í byrjunarliðið. Ég hef engar áhyggjur af þessu, ég veit að einhverjir hafa áhyggjur af því að það sé verið að 'rótera' liðinu, en ég hef engar áhyggjur af því. Það vita allir í hópnum hvað við erum að gera. Ef að menn þola ekki að vera í liði sem 'róterar' þá gengur það ekki upp, en ég held að það sé ekki vandamál. Fótboltinn er að þróast meira í þá átt að lið spila á mörgum mönnum. Ég gef því ekki mikið fyrir að það sé ekki hægt að gera þetta og hef ekki áhuga á einhverjum sem gagnrýna það að ég hafi trú á mínum mönnum. Það að við höfum hreyft við liðinu hafði ekkert með úrslitin að gera."

Fóru djúpt í það í vikunni
Hvað þarf Stjarnan að gera til þess að vinna Aftureldingu?

„Við þurfum að passa upp á það sem vantaði upp á í síðasta leik. Það voru einfaldir hlutir eins og að hlaupa til baka. Sóknarlega var margt fínt og miklu betra en í mörgum leikjum, sérstaklega í seinni hálfleik. En það er mjög margt ennþá sem vantar upp á varðandi takt í sóknarleik og hreyfingar. Við erum búnir að fara mjög djúpt í það á æfingum í vikunni. Það hefur vantað upp á sóknar- og varnarlega. Ég er spenntur að sjá liðið á mánudaginn, hvernig það kemur og bregst við. Ég veit að það verður mjög jákvætt."

Hrós á Aftureldingu
Er eitthvað sérstakt sem þarf að stoppa hjá Aftureldingu?

„Það er mjög margt. Þeir komu inn í mótið svolítið lágstemmdir, sérstaklega miðað við lið sem er að koma upp. Þeir sýndu svo, sérstaklega í Víkingsleiknum, hvað það er það sem hefur gert það að liðinu sem þeir eru og hafa verið. Það er hugrekki á boltann, orka, liðið var allt annað fannst mér en í leikjunum á undan. Þeir eru með hraða, öfluga leikmenn, sterka menn til baka. Það er ekkert oft sem lið skapa hætturnar sínar mikið í opnu spili, sérstaklega ekki lið sem á (miðað við spár og umtal) að vera í neðri hlutanum. En Afturelding gerir það og það er mikið hrós."

„Þeir eru vel skipulagðir og það er margt sem við þurfum að vera meðvitaðir um í þeirra leik. Við erum búnir að fara mjög mikið yfir þá og höldum því áfram. Ég fer kannski ekki út í smáatriðin en það eru menn miðsvæðis og úti í breiddinni sem hafa verið að gera vel, góðir fótboltamenn,"
segir Jökull.
Athugasemdir
banner