Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 07:52
Elvar Geir Magnússon
Kane söng 'We Are the Champions' eftir fyrsta titilinn á ferlinum
Loksins loksins!
Loksins loksins!
Mynd: EPA
Hary Kane fagnar með liðsfélögum sínum.
Hary Kane fagnar með liðsfélögum sínum.
Mynd: Skjáskot
Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane gat loksins fagnað titli á ferli sínum þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari.

Kane gekk í raðir Bayern 2023 í þeirri von að vinna loks titil á ferli sínum og sú ósk hans rættist í gær þegar Bayer Leverkusen gerði jafntefli gegn Freiburg. Þar með urðu vonur Leverkusen um að verja titilinn að engu og Bayern varð Þýskalandsmeistari í 34. sinn.

Kane og félagar horfðu saman á leikinn og fögnuðu á Käfer-Schänke veitingastaðnum. Kane birti myndband af sér og félögum sínum syngja 'We Are the Champions'.

Þrátt fyrir að hafa um langt skeið verið einn besti sóknarmaður heims þá þurfti Kane að bíða í 15 tímabil og 694 leiki eftir fyrsta titli sínum.

Þetta er líka stór stund fyrir Vincent Kompany sem skilaði Þýskalandsmeistaratitlinum í hús á sínu fyrsta tímabili sem stjóri liðsins.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 32 23 7 2 93 32 +61 76
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 32 15 7 10 46 49 -3 52
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 RB Leipzig 32 13 11 8 51 45 +6 50
7 Mainz 32 13 9 10 49 40 +9 48
8 Werder 32 13 8 11 50 56 -6 47
9 Gladbach 32 13 6 13 55 54 +1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 32 10 9 13 53 52 +1 39
13 Union Berlin 32 9 10 13 33 47 -14 37
14 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
15 Hoffenheim 32 7 10 15 44 62 -18 31
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 32 6 7 19 48 75 -27 25
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner
banner