Hákon Arnar Haraldsson spilaði 72 mínútur þegar Lille gerði jafntefli gegn Marseille í Meistaradeildarbaráttunni í frönsku deildinni í kvöld.
Amine Gouiri kom Marseille yfir með marki af stuttu færi eftir sendingu frá Adrien Rabiot eftir tæplega klukkutíma leik.
Geronimo Rulli, markvörður Marseille, gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann sendi boltann út en boltinn fór til Jonathan David sem lagði boltann á Mathias Fernandez-Pardo sem skoraði örugglega.
Lille er í 5. sæti með 57 stig, jafn mörg stig og Nice sem er í 4. sæti, þegar tvær umferðir eru eftir en aðeins tvö stig eru upp í Marseille sem er í 2. sæti.
Amine Gouiri kom Marseille yfir með marki af stuttu færi eftir sendingu frá Adrien Rabiot eftir tæplega klukkutíma leik.
Geronimo Rulli, markvörður Marseille, gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann sendi boltann út en boltinn fór til Jonathan David sem lagði boltann á Mathias Fernandez-Pardo sem skoraði örugglega.
Lille er í 5. sæti með 57 stig, jafn mörg stig og Nice sem er í 4. sæti, þegar tvær umferðir eru eftir en aðeins tvö stig eru upp í Marseille sem er í 2. sæti.
Sverrir Ingi Ingason var besti maður vallarins að mati Flashscore þegar Panathinaikos vann 2-1 endurkomusigur gegn AEK Aþenu í næst síðustu umferð deildarinnar.
Panathinaikos er með 59 stig, 13 stigum á eftir grísku meisturunum í Olympiakos en liðin mætast í lokaumferðinni.
Elías Rafn Ólafsson hefur misst byrjunarliðssætið til Jonas Lössl hjáa Miidtjylland en hann var á bekknum fimmta leikinn í röð þegar liðið lagði AGF 3-1. Mikael Neville Anderson spilaði allan leikinn hjá AGF.
Midtjylland er í 2. sæti með 55 stig, stigi á eftir FCK þegar þrjár umferðir eru eftir en liðin mætast í næstu umferð. AGF er í 6. sæti með 40 stig.
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið að kljást við meiðsli og hann var ekki í leikmannahópi Rosenborg sem lagði Bryne 3-0 í norsku deildinni. Rosenborg er í 3. sæti með 14 stig eftir sex umferðir.
Athugasemdir