Hlynur Freyr Karlsson var á sínum stað í byrjunarliði Brommapojkarna þegar liðið lagði Malmö í 7. umferð sænsku deildarinnar í kvöld.
Brommapojkarna komst yfir með tveimur mörkum snemma í seinni hálfleik en Malmö minnkaði muninn undir lok leiksins og þar við sat. 2-1 sigur Brommapojkarna staðreynd,
Brommapojkarna komst yfir með tveimur mörkum snemma í seinni hálfleik en Malmö minnkaði muninn undir lok leiksins og þar við sat. 2-1 sigur Brommapojkarna staðreynd,
Hlynur lék allan leikinn og Daníel Tristan Guðjohnsen lék hálftíma hjá Malmö en Arnór Sigurðsson er fjarverandi vegna meiðsla.
Ari Sigurpálsson spilaði tæpan klukkutíma þegar Elfsborg lagði GAIS 2-0. Júlíus Magnússon er fjarverandi vegna meiðsla. Elfsborg er í 4. sæti með 13 stig, Malmö er í 5. sæti með 11 stig, Brommapojkarna er í 7. sæti með tíu stig á leik til góða.
Hjörtur Hermannsson var tekinn af velli á 85. mínútu þegar Volos tapaði 3-0 gegn Panerraikos í grísku deildinni. Volos er í 12. sæti með 33 stig, fjórum stigum frá fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir.
Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliði Sonderjyske sem gerðir 2-2 jafntefli gegn Álaborg í dönsku deildinni. Nóel Atli Arnórsson var ónotaður varamaður hjá Álaborg. Sonderjyske er í 9. sæti með 31 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.
Álaborg er í 11. sæti sem er fallsæti, með jafn mörg stig og Íslendingalið Lyngby sem er í öruggu sæti.
Athugasemdir