Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 08:20
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmaður Atalanta stunginn til bana
Mynd: EPA
26 ára karlmaður var stunginn til bana í átökum milli stuðningsmanna Atalanta og Inter í Bergamó á Ítalíu um helgina.

Maðurinn hét Riccardo Claris og var stuðningsmaður Atalanta.

Hópslagsmál brutust út á bar eftir ögrandi söng frá einum af stuðningsmönnum Inter. Átökin héldu svo áfram úti á götum nálægt heimavelli Inter.

Stuðningsmaður Inter, rétt undir tvítugu, stakk Claris með þeim afleiðingum að hann lést. Gerandinn segist hafa verið að verja bróður sinn.

Stuðningsmenn Atalanta mættu með borða á leik gegn Monza í gær, sem þeirra lið vann 4-0. Á borðanum stóð “Claris Ovunque con noi” eða 'Claris verður alltaf með okkur'.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 35 16 14 5 53 38 +15 62
8 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
9 Milan 34 15 9 10 53 38 +15 54
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 34 9 12 13 29 41 -12 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir