Besiktas, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, vann 1-0 útisigur gegn Fenerbahce í tyrknesku deildinni í gær. Þarna mættust tveir fyrrum stjórar Manchester United en Jose Mourinho stýrir Fenerbahce.
Gedson Fernandes skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu og hrellti þar með sinn fyrrum stjóra. Hann lék undir stjórn Mourinho hjá Tottenham.
Solskjær hefur stýrt Besiktas í fimmtán leikjum og bæði náð að leggja Galatasaray og Fenerbahce.
Gedson Fernandes skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu og hrellti þar með sinn fyrrum stjóra. Hann lék undir stjórn Mourinho hjá Tottenham.
Solskjær hefur stýrt Besiktas í fimmtán leikjum og bæði náð að leggja Galatasaray og Fenerbahce.
Vonir Mourinho um að vinna tyrkneska meistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili í starfi eru nánast að engu orðnar. Fjórar umferðir eru eftir og Fenerbahce er átta stigum á eftir toppliði Galatasaray.
„Við spjölluðum fyrir og eftir leikinn. Við berum virðingu fyrir hvor öðrum og ég held að við kunnum vel við hvorn annan," sagði Mourinho eftir leik.
Besiktas er í fjórða sæti, tveimur stigum frá þriðja sætinu en það gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni. Markmið Solskjær er að komast upp í það sæti, ef lið hans heldur áfram að spila eins og það gerði í gær mun það takast.
Athugasemdir