Real Madrid 3 - 2 Celta
1-0 Arda Guler ('33 )
2-0 Kylian Mbappe ('39 )
3-0 Kylian Mbappe ('48 )
3-1 Javi Rodriguez ('69 )
3-2 Williot Swedberg ('76 )
1-0 Arda Guler ('33 )
2-0 Kylian Mbappe ('39 )
3-0 Kylian Mbappe ('48 )
3-1 Javi Rodriguez ('69 )
3-2 Williot Swedberg ('76 )
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe skoraði tvö mörk er Real Madrid vann Celta Vigo, 3-2, í 34. umferð La Liga á Spáni í dag. Madrídingar eru fjórum stigum á eftir erkifjendum sínum í Barcelona í titilbaráttunni.
Madrídingar þurftu sigur í dag til þess að halda pressunni áfram á Börsungum.
Það tók heimamenn rúmar 30 mínútur að koma boltanum í netið en þar var að verki tyrkneski sóknartengiliðurinn Arda Güler eftir undirbúning Lucas Vazquez.
Sex mínútum síðar bætti Mbappe við öðru. Jude Bellingham sendi langan bolta fram á Mbappe sem átti eftir að gera helling. Hann keyrði í átt að teignum og hamraði honum síðan af af vítateigslínunni og efst upp í vinstra hornið. Óverjandi skot frá Frakkanum.
Mbappe bætti við öðru marki sínu í byrjun síðari hálfleiks er hann hljóp á laglega stungusendingu Güler og renndi boltanum framhjá Vicente Guaita í markinu. Þetta var 24. deildarmark Mbappe á tímabilinu, sem er nú einu marki frá Robert Lewandowski í baráttunni um markakóngstitilinn.
Á síðustu tuttugu mínútum leiksins tókst Celta-mönnum að skora tvö mörk. Javi Rodriguez skoraði eftir hornspyrnu með skoti af stuttu færi úr miðjum teignum áður en Williot Swedberg stakk sér inn fyrir vörn Madrídinga og lagði boltann undir Thibaut Courtois aðeins nokkrum mínútum síðar.
Það lá aðeins á Madrídingum í restina og komust gestirnir nálægt því að jafna metin en Courtois var á tánum og varði allt sem kom í áttina að honum. Mbappe fékk þá tækifæri til að fullkomna þrennuna í uppbótartíma en setti skot sitt yfir markið.
Naumur en mikilvægur sigur heimamanna sem eru með 75 stig í öðru sæti deildarinnar en Celta í 7. sæti með 46 stig.
Næstu helgi fer síðan fram El Clasico-leikur Barcelona og Real Madrid. Þar geta Madrídingar gert enn meiri spennu úr titilbaráttunni, en það verður hægara sagt en gert þar sem leikurinn er spilaður í Barcelona.
Stöðutaflan
Spánn
La Liga - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Barcelona | 34 | 25 | 4 | 5 | 91 | 33 | +58 | 79 |
2 | Real Madrid | 34 | 23 | 6 | 5 | 69 | 33 | +36 | 75 |
3 | Atletico Madrid | 34 | 19 | 10 | 5 | 56 | 27 | +29 | 67 |
4 | Athletic | 33 | 16 | 12 | 5 | 50 | 26 | +24 | 60 |
5 | Villarreal | 34 | 16 | 10 | 8 | 60 | 47 | +13 | 58 |
6 | Betis | 34 | 15 | 9 | 10 | 50 | 42 | +8 | 54 |
7 | Celta | 34 | 13 | 7 | 14 | 52 | 52 | 0 | 46 |
8 | Osasuna | 34 | 10 | 14 | 10 | 42 | 50 | -8 | 44 |
9 | Vallecano | 34 | 11 | 11 | 12 | 36 | 42 | -6 | 44 |
10 | Mallorca | 33 | 12 | 8 | 13 | 31 | 38 | -7 | 44 |
11 | Valencia | 34 | 10 | 12 | 12 | 40 | 51 | -11 | 42 |
12 | Espanyol | 34 | 11 | 9 | 14 | 36 | 42 | -6 | 42 |
13 | Real Sociedad | 33 | 12 | 6 | 15 | 32 | 37 | -5 | 42 |
14 | Getafe | 34 | 10 | 9 | 15 | 31 | 31 | 0 | 39 |
15 | Sevilla | 34 | 9 | 11 | 14 | 37 | 46 | -9 | 38 |
16 | Alaves | 34 | 8 | 11 | 15 | 35 | 46 | -11 | 35 |
17 | Girona | 33 | 9 | 8 | 16 | 40 | 52 | -12 | 35 |
18 | Las Palmas | 34 | 8 | 8 | 18 | 40 | 56 | -16 | 32 |
19 | Leganes | 34 | 6 | 13 | 15 | 32 | 51 | -19 | 31 |
20 | Valladolid | 34 | 4 | 4 | 26 | 25 | 83 | -58 | 16 |
Athugasemdir