Nýliðarnir í ÍBV hafa komið nokkuð á óvart í byrjun móts, liðið er með sjö stig eftir fjóra leiki en fyrir mót voru færri en fleiri sem höfðu trú á að liðið gæti haldið sér uppi í Bestu deildinni. Það er svo sem lítið búið af mótinu, en byrjunin lofar góðu.
ÍBV tekur í dag á móti öðru liði sem hefur komið á óvart og er líka með sjö stig, en það er lið Vestra.
Fótbolti.net ræddi við Þorlák Árnason, þjálfara ÍBV, eftir sigurinn á Stjörnunni í síðustu viku. Hann var spurður út í stöðuna eftir fjóra leiki.
ÍBV tekur í dag á móti öðru liði sem hefur komið á óvart og er líka með sjö stig, en það er lið Vestra.
Fótbolti.net ræddi við Þorlák Árnason, þjálfara ÍBV, eftir sigurinn á Stjörnunni í síðustu viku. Hann var spurður út í stöðuna eftir fjóra leiki.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 2 Vestri
„Það er gott að vera einangraður á þessari eyju og maður er ekki mikið að spá í því hvað aðrir eru að segja um mann. Eyjamenn þekkja að hafa fyrir öllu í lífinu og það truflar okkur ekki neitt," sagði Láki.
Hann segir að það sé góð þróun á liðinu og það sé gott með boltann og líka í því að fara á bakvið andstæðingana.
„Það vita allir að Vestri er með gríðarlega vel mannað lið og það er engin tilviljun að mínu mati að Vestri sé búinn að safna sjö stigum."
Láki var svo spurður hvort ÍBV liðið væri að smella hraðar saman en hann sjálfur bjóst við.
„Já, ég ætla að viðurkenna það. Við vitum alveg okkar takmörk, vitum að ef við höldum að við séum ógeðslega góðir, þá verður okkur kippt niður á jörðina á sunnudaginn næsta. Mér finnst ofboðslega góð stemning í hópnum," sagði Láki.
Leikurinn gegn Vestra hefst klukkan 14:00 og fer fram á Þórsvelli í Vestmannaeyjum
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 - 5 | +2 | 9 |
2. Víkingur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 7 - 2 | +5 | 7 |
3. Vestri | 4 | 2 | 1 | 1 | 4 - 2 | +2 | 7 |
4. ÍBV | 4 | 2 | 1 | 1 | 6 - 5 | +1 | 7 |
5. KR | 4 | 1 | 3 | 0 | 12 - 7 | +5 | 6 |
6. Fram | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 - 6 | +2 | 6 |
7. Valur | 4 | 1 | 3 | 0 | 8 - 6 | +2 | 6 |
8. Stjarnan | 4 | 2 | 0 | 2 | 7 - 7 | 0 | 6 |
9. Afturelding | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 - 5 | -4 | 4 |
10. KA | 4 | 1 | 1 | 2 | 6 - 11 | -5 | 4 |
11. ÍA | 4 | 1 | 0 | 3 | 2 - 9 | -7 | 3 |
12. FH | 4 | 0 | 1 | 3 | 5 - 8 | -3 | 1 |
Athugasemdir