Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 13:14
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið ÍBV og Vestra: Breki Baxter og Tomic byrja í Eyjum
Þorlákur Breki Baxter er í byrjunarliði Eyjamanna
Þorlákur Breki Baxter er í byrjunarliði Eyjamanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári heldur í sama lið
Davíð Smári heldur í sama lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV mætir Vestra í fyrsta leik 5. umferðar Bestu deildar karla klukkan 15:00 á Þórsvellinum í Vestmannaeyjum í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 Vestri

Nýliðar ÍBV hafa gert mjög vel í byrjun tímabils og nú þegar nælt sér í sjö stig, eins og Vestri, sem bjargaði sér frá falli á síðasta ári.

Þorlákur Árnason, þjálfari Eyjamanna, gerir tvær breytingar frá 3-2 sigrinum á Stjörnunni. Milan Tomic og Þorlákur Breki Baxter koma inn í stað Vicente Valor og Arnar Breka Gunnarsson.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, heldur á meðan í sama lið og tapaði fyrir Breiðablik, 1-0, í síðustu umferð.

Byrjunarlið ÍBV:
1. Marcel Zapytowski
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Mattias Edeland
6. Milan Tomic
8. Bjarki Björn Gunnarsson
22. Oliver Heiðarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Felix Örn Friðriksson
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter
67. Omar Sowe

Byrjunarlið Vestra:
12. Guy Smit (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
3. Anton Kralj
4. Fatai Gbadamosi
7. Vladimir Tufegdzic
8. Daði Berg Jónsson
10. Diego Montiel
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Vestri 5 3 1 1 6 - 2 +4 10
2.    Breiðablik 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
3.    Víkingur R. 4 2 1 1 7 - 2 +5 7
4.    ÍBV 5 2 1 2 6 - 7 -1 7
5.    KR 4 1 3 0 12 - 7 +5 6
6.    Fram 4 2 0 2 8 - 6 +2 6
7.    Valur 4 1 3 0 8 - 6 +2 6
8.    Stjarnan 4 2 0 2 7 - 7 0 6
9.    Afturelding 4 1 1 2 1 - 5 -4 4
10.    KA 4 1 1 2 6 - 11 -5 4
11.    ÍA 4 1 0 3 2 - 9 -7 3
12.    FH 4 0 1 3 5 - 8 -3 1
Athugasemdir