Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   sun 04. maí 2025 20:25
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann KA 3-0. Hann talaði um það eftir síðustu umferð að hann hefði áhyggjur, og þrátt fyrir sigurinn segir hann að það er ennþá hægt að hafa áhyggjur af einhverju.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 KA

„Það eru alltaf einhverjar áhyggjur, áhyggjur af öllum fjandanum, það er starf þjálfarans. Ég er bara frábærlega ánægður með stigin þrjú, og ánægður með útlitið á liðinu, heildar braginn á því. Mér fannst við mæta hérna virkilega öflugir til leiks, eins og við erum búnir að vera gera í öllum leikjum. Það skilaði okkur mörkum núna og gaf okkur þann auka kraft sem við erum búnir að sakna svolítið í síðustu leikjum, þar sem við náðum því ekki." Sagði Jón Þór.

„Auðvitað frábært að halda hreinu og ná þessum mörkum. Varnarleikurinn var bara algjörlega frábær í þessum leik, ég held að KA hafi fengið fyrsta færið sitt á 90. mínútu. Þannig að þrátt fyrir að vera mikið með boltann og að vera elta leikinn, eftir að við náðum þessari 2-0 forystu. Við náðum svolítið að snúa því dæmi við, ég er ánægður með það."

ÍA hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan leik, en það mátti sjá á mönnum upp á Akranesi að það var léttara yfir þeim eftir þennan sigur.

„Nú erum við bara 'on the road again'. Svona verður bara deildin, þú veist að ef þú ert ekki á tánnum, eða ert ekki 'on it' þá lendir þú í veseni alveg sama hvar og hvenær það er. Þannig nú erum við bara komnir aftur í gang. Það er auðvitað þungt að tapa þremur leikjum í röð, mörkin hafa ekki verið að koma og við höfum verið að leka þeim inn. Þá auðvitað verður allt þyngra og erfiðara, en það jákvæða við þetta er að langflestir af þessum strákum hafa séð það áður. Þetta hefur nánast verið öll árin að við höfum á einhverjum tímapunkti verið í einhverskonar brekku. Þannig menn vissu svo sem nákvæmlega hvað þyrftir til, til þess að snúa við dæminu. Þeir hafa gert það áður, og gerðu það bara og gerðu það vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner