Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Keane: Liverpool þarf þrjá leikmenn
Sparkspekingurinn Roy Keane.
Sparkspekingurinn Roy Keane.
Mynd: EPA
Spennandi verður að sjá hvað Arne Slot og félagar gera á markaðnum í sumar.
Spennandi verður að sjá hvað Arne Slot og félagar gera á markaðnum í sumar.
Mynd: EPA
Liverpool þarf að fá að minnsta kosti þrjá nýja leikmenn í sumar til að verja Englandsmeistaratitil sinn á næsta tímabili. Það segir Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United.

Liverpool tapaði 3-1 fegn Chelsea í gær, í fyrsta leik sínum eftir að hafa innsiglað Englandsmeistaratitilinn.

Liverpool gerði nýja saminga við Virgil Van Dijk og Mohamed Salah nýlega en þarf að styrkja hópinn að mati Keane.

Andy Robertson og Ibrahima Konate voru hvíldir í gær og voru á bekknum á meðan Kostas Tsimikas og Jarell Quansah byrjuðu. Keane segir að það það sé of mikil niðursviefl í gæðum.

„Liverpool þarf að styrkja hópinn. Félagið þarf að fá inn vinstri bakvörð, miðvörð og hugsanlega sóknarmann. Þeir eru búnir að vinna deildina og það laðar að leikmenn. Það er magnað að vinna deildina en þú þarft að vera tilbúinn að verja titilinn," segir Keane.

Hann segir að félgið þurfi að gera nýjan samning við Konate, sem á eitt ár eftir, og þá hefur Robertson fengið gagnrýni á þessu tímabili þar sem hann hefur dalað. Sagt er að Liverpool horfi löngunaraugum til Milos Kerkez hjá Bournemouth.

„Ég myndi ekki útiloka Robertson. Hann er toppleikmaður og mikill fagmaður. Kerkez hefur hinsvegar verið magnaður með Bournemouth og er ungur," segir sparkspekingurinn Jamie Redknapp sem var með Keane í sjónvarpssal.

Liverpool hefur haft hægt um sig í síðustu gluggum og spennandi að sjá hvað félagið gerir í sumar. Tsimikas og Darwin Nunez gætu mögulega verið seldir og líklegt er að Trent Alexander-Arnold fari á frjálsri sölu til Real Madrid.

Dean Huijsen varnarmaður Bournemouth er meðal leikmanna sem hafa verið orðaðir við Liverpool og þá gæti félagið reynt að fá inn nýjan leikmann á miðsvæðið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner