Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   sun 04. maí 2025 20:51
Haraldur Örn Haraldsson
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Viktor Jónsson leikmaður ÍA skoraði tvö mörk í dag í 3-0 sigri gegn KA. Hann var skiljanlega ánægður með frammistöðuna og að sækja öll þrjú stigin.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 KA

„Þetta er náttúrulega fyrst og fremst bara léttir, eftir þrjú töp í röð og gengið illa að finna rétta ryþmann í þessu. Við fundum það í dag um leið og Johnny (Jón Gísli) skoraði eftir nokkrar sekúndur eða eitthvað. Þá létti aðeins á okkur og við gátum aðeins andað, svo bættum við bara ofan á það."

Viktor sem var næst markahæstur á síðasta tímabili, hafði ekki skorað í deildinni fyrir þennan leik. Eftir tvö mörk í dag er hann feginn að hafa brotið þann múr.

„Þetta er alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn. Það er oft erfiðasti ísinn til að brjóta. Mikill léttir og gott að ná þessum mörkum inn, ég er búinn að vera í færunum en hef ekki náð að koma honum yfir línuna. Það gerðist í dag, tveir af tvem. Þannig ég er bara virkilega sáttur."

ÍA tapaði illa gegn KR í síðustu umferð en svona stórsigur eins og þeir ná í dag, hlýtur að gefa þeim sjáfstraust inn í næstu leiki.

„Þetta gefur okkur alveg hellings trú inn í framhaldið, og sýnir okkur að við getum þetta ef við bara vinnum fyrir því. Við höfum svolítið verið að bíða eftir því. Þessi KR leikur var náttúrulega bara 'disaster' og miklu stærra tap heldur en það átti að vera. Þannig gott að geta stigið upp eftir þannig leik, þétt sig saman og klárað leik eins og á móti KA í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner