Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 04. maí 2025 20:51
Haraldur Örn Haraldsson
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Viktor Jónsson leikmaður ÍA skoraði tvö mörk í dag í 3-0 sigri gegn KA. Hann var skiljanlega ánægður með frammistöðuna og að sækja öll þrjú stigin.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 KA

„Þetta er náttúrulega fyrst og fremst bara léttir, eftir þrjú töp í röð og gengið illa að finna rétta ryþmann í þessu. Við fundum það í dag um leið og Johnny (Jón Gísli) skoraði eftir nokkrar sekúndur eða eitthvað. Þá létti aðeins á okkur og við gátum aðeins andað, svo bættum við bara ofan á það."

Viktor sem var næst markahæstur á síðasta tímabili, hafði ekki skorað í deildinni fyrir þennan leik. Eftir tvö mörk í dag er hann feginn að hafa brotið þann múr.

„Þetta er alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn. Það er oft erfiðasti ísinn til að brjóta. Mikill léttir og gott að ná þessum mörkum inn, ég er búinn að vera í færunum en hef ekki náð að koma honum yfir línuna. Það gerðist í dag, tveir af tvem. Þannig ég er bara virkilega sáttur."

ÍA tapaði illa gegn KR í síðustu umferð en svona stórsigur eins og þeir ná í dag, hlýtur að gefa þeim sjáfstraust inn í næstu leiki.

„Þetta gefur okkur alveg hellings trú inn í framhaldið, og sýnir okkur að við getum þetta ef við bara vinnum fyrir því. Við höfum svolítið verið að bíða eftir því. Þessi KR leikur var náttúrulega bara 'disaster' og miklu stærra tap heldur en það átti að vera. Þannig gott að geta stigið upp eftir þannig leik, þétt sig saman og klárað leik eins og á móti KA í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner