Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
   sun 04. maí 2025 20:51
Haraldur Örn Haraldsson
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Viktor Jónsson leikmaður ÍA skoraði tvö mörk í dag í 3-0 sigri gegn KA. Hann var skiljanlega ánægður með frammistöðuna og að sækja öll þrjú stigin.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 KA

„Þetta er náttúrulega fyrst og fremst bara léttir, eftir þrjú töp í röð og gengið illa að finna rétta ryþmann í þessu. Við fundum það í dag um leið og Johnny (Jón Gísli) skoraði eftir nokkrar sekúndur eða eitthvað. Þá létti aðeins á okkur og við gátum aðeins andað, svo bættum við bara ofan á það."

Viktor sem var næst markahæstur á síðasta tímabili, hafði ekki skorað í deildinni fyrir þennan leik. Eftir tvö mörk í dag er hann feginn að hafa brotið þann múr.

„Þetta er alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn. Það er oft erfiðasti ísinn til að brjóta. Mikill léttir og gott að ná þessum mörkum inn, ég er búinn að vera í færunum en hef ekki náð að koma honum yfir línuna. Það gerðist í dag, tveir af tvem. Þannig ég er bara virkilega sáttur."

ÍA tapaði illa gegn KR í síðustu umferð en svona stórsigur eins og þeir ná í dag, hlýtur að gefa þeim sjáfstraust inn í næstu leiki.

„Þetta gefur okkur alveg hellings trú inn í framhaldið, og sýnir okkur að við getum þetta ef við bara vinnum fyrir því. Við höfum svolítið verið að bíða eftir því. Þessi KR leikur var náttúrulega bara 'disaster' og miklu stærra tap heldur en það átti að vera. Þannig gott að geta stigið upp eftir þannig leik, þétt sig saman og klárað leik eins og á móti KA í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner