Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. júlí 2022 09:40
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 11. umferðar - Daníel Laxdal í fjórða sinn
Pablo Punyed í leiknum gegn KR.
Pablo Punyed í leiknum gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Birgir Baldvinsson í leik Leiknis og ÍA.
Birgir Baldvinsson í leik Leiknis og ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
11. umferð Bestu deildarinnar lauk í gær en það voru áhugaverð úrslit í þessari umferð. Topplið Breiðabliks fór til Vestmannaeyja og gerði markalaust jafntefli við ÍBV.

Guðjón Ernir Hrafnkelsson var valinn maður leiksins og nafni hans, markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson, er einnig í úrvalsliði umferðarinnar.Daníel Laxdal hefur verið frábær fyrir Stjörnuna í sumar og er í úrvalsliðinu í fjórða sinn. Stjarnan gerði 1-1 jafntefli við FH en Steven Lennon skoraði mark Hafnfirðinga.

Víkingar unnu 3-0 útisigur gegn KR. Halldór Smári Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark á Íslandsmóti í leiknum og þá var Pablo Punyed öflugur á Meistaravöllum.

Leiknismenn unnu gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Skagamönnum. Fyrsti sigur Breiðhyltinga á tímabilinu. Birgir Baldvinsson var valinn maður leiksins og Maciej Makuszewski er einnig í úrvalsliðinu.

Nacho Heras og Ernir Bjarnason eru fulltrúar Keflavíkur sem vann Fram 3-1 og Ágúst Eðvald Hlynsson var valinn maður leiksins þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við KA fyrir norðan.

Seinna í dag verður opinberað val á leikmanni umferðarinnar.

Sjá fyrri úrvalslið:
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner