Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 05. júlí 2022 20:15
Brynjar Ingi Erluson
Kristall Máni: Þetta var heimskulegt og ég vissi ekki að ég gæti fengið spjald fyrir þetta
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings, segir rauða spjaldið sem hann fékk heimskulegt en hann ræddi við Expressen eftir 3-2 tapið gegn Malmö í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Malmö 3 -  2 Víkingur R.

Víkingurinn skoraði jöfnunarmark Víkings á 38. mínútu og fagnaði svo með því að 'sussa' á stuðningsmenn Malmö en fyrir það uppskar hann sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt.

Dómari leiksins átti ansi vafasamar ákvarðanir í leiknum en Kristall segist ekki hafa vitað að þetta mætti ekki.

„Þetta annað gula var bara heimskulegt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég hafði gert eitthvað rangt. Þetta var heimskulegt en það er eins og það er," sagði Kristall við Expressen eftir leik.

„Nei, ég vissi ekki að ég gæti fengið gult fyrir þetta. Ef það er þannig þá tek ég það á mig."

„Eina sem ég hugsaði að ég skoraði mark og var glaður. Tilfinningarnar tóku yfir. Ég hefði aldrei gert þetta ef ég vissi að ég fengi gult spjald,"
sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner