Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 05. júlí 2022 08:07
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo ekki með annan daginn í röð - Fer hann með til Taílands?
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, verður ekki með á æfingu liðsins í dag vegna fjölskylduástæðna en það er David Ornstein hjá Athletic
Ronaldo átti að snúa aftur til æfinga hjá United í gær en mætti ekki vegna sömu ástæðna.

Hópurinn fer til Taílands á föstudag í undirbúningi fyrir tímabilið en ekki er ljóst hvort hann verði í hópnum. United mætir Liverpool í Bangkok eftir viku.

Leikmaðurinn, sem er 37 ára gamall, hefur beðið félagið um að samþykkja sanngjörn tilboð í sig í sumar en hann vill spila áfram í Meistaradeild Evrópu.

Ronaldo skoraði 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa komið frá Juventus.

Hann er sagður óánægður með gluggann hjá United til þess og hefur ekki trú á að félagið ætli sér að berjast um titla á leiktíðinni.

Chelsea, Bayern, Barcelona, Roma og Sporting eru öll áhugasöm um Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner