Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. ágúst 2020 10:36
Magnús Már Einarsson
Manchester City gæti keypt fimm leikmenn í viðbót
Lautaro Martinez er á óskalista Manchester City.
Lautaro Martinez er á óskalista Manchester City.
Mynd: Getty Images
Manchester City keypti kantmanninn Ferran Torres frá Valencia á 37 milljónir punda í gær en samkvæmt frétt Sky Sports gæti félagið keypt allt að fimm leikmenn til viðbótar í sumar.

Manchester City hefur náð samkomulagi um að kaupa Nathan Ake, varnarmann Bournemouth, á 41 milljón punda en skrifað verður undir samninga á næstu dögum.

City vill bæta við öðrum miðverði og vinstri bakverði. Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, er á óskalistanum en talsvert ber á milli í samningaviðræðum þar.

Miðjumaðurinn reyndi David Silva er á förum og þá horfir City til þess að finna framtíðar arftaka Sergio Aguero í fremstu víglínu.

Lautaro Martinez, framherji Inter, er efstur á óskalista City í fremstu víglínu. Félagið hefur einnig spurst fyrir um Joao Felix hjá Atletico Madrid en hann hefur átt erfitt uppdráttar á Spáni síðan hann kom frá Benfica á 113 milljónir punda í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner