Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. ágúst 2022 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cucurella til Chelsea (Staðfest) - Dýrasti bakvörður sögunnar?
Marc Cucurella.
Marc Cucurella.
Mynd: Getty Images
Chelsea er búið að ganga frá kaupum á vinstri bakverðinum Marc Cucurella frá Brighton.

Hann skrifar undir samning við Chelsea sem gildir til ársins 2028.

Brighton neitaði sögum um samkomulag fyrr í vikunni, en núna er búið að ganga frá þessu.

Samkvæmt Fabrizio Romano mun Chelsea greiða 55 milljónir punda fyrir Cucurella, sem er 24 ára bakvörður, en upphæðin gæti hækkað um sjö milljónir punda eftir ákvæðum.

Ef kaupverðið hækkar upp í 62 milljónir punda þá verður hann dýrasti bakvörður sögunnar.

Varnarmaðurinn Levi Colwill fer í hina áttina til Brighton og verður þar á láni út leiktíðina. Hann er spennandi miðvörður sem lék vel með Huddersfield á síðustu leiktíð.

Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld með leik Crystal Palace og Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner