Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
   fim 05. september 2024 20:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðadeildin: Ronaldo tryggði Portúgal sigurinn - Fyrsti sigur San Marínó í keppnisleik
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Þjóðadeildin fór af stað í dag. Cristiano Ronaldo innsiglaði sigur Portúgal með sínu 900. marki á ferlinum.


Portúgal fékk Króatíu í heimsókn í riðli 1 í A-deild Þjóðadeildarinnar en Diogo Dalot kom Portúgal yfir snemma leiks. Ronaldo bætti öðru markinu við þegar hann kom boltanum í netið eftir glæsilega fyrirgjöf frá Nuno Mendes.

Dalot kom aftur við sögu undir lok fyrri hálfleiks en þá varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því 2-1 í hálfleik.

Bæði lið sóttu í seinni hálfleik en mörkin urðu ekki fleiri.

Pólland vann dramatískan sigur á Skotum í sama riðli en Robert Lewandowski lagði upp og skoraði fyrstu tvö mörk leiksins en staðan var 2-0 fyrir Póllandi í hálfleik.

Skotar gáfust ekki upp og tókst að jafna metin en það voru Napoli mennirnir Billy Gilmour og Scott McTominay sem skoruðu mörkin. Seint í uppbótatíma fékk Pólland vítaspyrnu sem Nicola Zalewski tók og skoraði og tryggði Póllandi dramatískan sigur.

Spánverjar og Serbar gerðu markalaust jafntefli og Danmörk lagði Sviss af velli en Danir voru manni fleiri nánast allan síðari hálfleikinn en mörkin komu undir lok leiksins.

Þá vann San Marínó sinn fyrsta keppnisleik í kvöld þegar liðið lagði Liechtenstein af velli. Þetta er aðeins annar sigur San Marínó en það var einmitt í vináttulandsleik gegn Liechtenstein fyrir 20 árum.

A-deild - Úrslit

Portugal 2 - 1 Croatia
1-0 Diogo Dalot ('7 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('34 )
2-1 Diogo Dalot ('41 , sjálfsmark)

Scotland 2 - 3 Poland
0-1 Sebastian Szymanski ('8 )
0-2 Robert Lewandowski ('44 , víti)
1-2 Billy Gilmour ('46 )
2-2 Scott McTominay ('76 )
2-3 Nicola Zalewski (90 )

Denmark 2 - 0 Switzerland
1-0 Patrick Dorgu ('82 )
2-0 Pierre-Emile Hojbjerg ('90 )
Rautt spjald: ,Nico Elvedi, Switzerland ('50)Granit Xhaka, Switzerland ('87)

Serbia 0 - 0 Spain

C-deild - Úrslit

Estonia 0 - 1 Slovakia
0-1 Tomas Suslov ('70 )

Belarus 0 - 0 Bulgaria
Rautt spjald: Filip Krastev, Bulgaria ('74)

Northern Ireland 2 - 0 Luxembourg
1-0 Paddy McNair ('11 )
2-0 Daniel Ballard ('17 )

D-deild - Úrslit

San Marino 1 - 0 Liechtenstein
1-0 Nicko Sensoli ('53 )


Athugasemdir
banner
banner
banner