Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 05. desember 2020 06:00
Aksentije Milisic
Ungstirni krotar undir sex ára samning við Valencia
Yunus Musah, miðjumaður Valencia, hefur skrifað undir sex ára samning við félagið.

Musah er 18 ára en hann varð yngsti erlendi leikmaðurinn í sögu félagsins sem spilar leik fyrir aðalliðið en hann spilaði þá gegn Levante í september mánuði.

Musah var í akademíunni hjá Arsenal á sínum tíma en hann hefur nú skrifað undir nýjan samning hjá Valencia en sá gamli átti að renna út eftir tvö ár.

Musah er með klásúlu í samningum sem gerir liðum kleift að kaupa leikmanninn á heilar 90 milljónir punda.

„Þetta er draumur að rætast. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði sá ungi eftir að hann krotaði undir.

Athugasemdir