Manchester Evening News segir frá því í dag að fjölmiðlinum hafi verið meinaður aðgangur að fréttamannafundi Manchester United fyrir leikinn gegn Chelsea á morgun.
Ástæðan fyrir banninu er neikvæður fréttaflutningur í kringum Erik ten Hag í kjölfarið á verstu byrjun United á tímabili frá því að félagið síðast féll úr efstu deild.
Það kemur fram í frétt Manchester Evening News að fjölmiðillinn sé kominn í bann ásamt þremur öðrum miðlum sem ekki eru nefndir í greininni.
Annar fjölmiðill var settur í bann í síðasta mánuði eftir að hafa skrifað að Ten Hag „væri á þunnum ís".
Talsmaður United segir að bannið hafi verið sett á þar sem ekki var leitað til félagsins vegna athugasemdar um sögur þess efnis að Ten Hag sé að missa traust sumra leikmanna vegna aðferða sinna og leikmannakaupa.
United hefur nú þegar tapað tíu leikjum á tímabilinu en liðið mætir Chelsea á morgun.
Smaller than usual press corp expected today. pic.twitter.com/TeV228OSAl
— Simon Stone (@sistoney67) December 5, 2023
Athugasemdir