Íslenska kvennalandsliðið lýkur leik í Þjóðadeildinni í kvöld þegar liðið tekur á móti Danmörku ytra.
Lestu um leikinn: Danmörk 0 - 1 Ísland
Ísland tryggði sér sæti í umspili um áframhaldandi sæti í A deildinni með sigri á Wales í síðasta leik. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu. Hann útskýrði breytingarnar í viðtali á Rúv fyrri leikinn.
„Fanney kemur nátturulega í markið því Telma er í banni. Svo erum við með varúðarráðstafanir útaf umspilinu, leikmenn eru með spjöld svo við notum ekki Ingibjörgu og Hildi því ef þær fá spjald þá eru þær í banni í fyrri leiknum," sagði Steini.
„Það helgast af því að það er langt síðan leikmenn hafa spilað. Það er langt á milli leikja fyrir þær sem spila á Íslandi, þegar það er stutt á milli leikja í álaginu sem er í landsleik sem er töluvert hærra en leikmenn eiga að venjast heima þá teljum við að þær geti ekki spilað heilan leik."
Danmörk getur endað á toppnum en liðið er í 2. sæti með jafnmörg stig og Þýskaland sem er á toppi riðilsins.
„Ég ætla að vona að þær (Danir) mæti af krafti inn í þetta og verði svolítið 'tense'. Við getum vonandi nýtt okkur það að þær vita að þær þurfi að vinna og taka sénsa sem opnast þá vonandi eitthvað betur fyrir okkur," sagði Steini
„Við töluðum um það að vera á tánum og klára árið með sæmd og karfti og klára þetta með sigri."