Hannibal Mejbri, leikmaður Burnley, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann og fékk sekt upp á rúmlega tvær og hálfa milljónir króna fyrir að hrækja á stuðningsmann Leeds.
Atvikið átti sér stað í leik Burnley og Leeds á Turf Moor um miðjan október, þar sem Burnley vann 2–0. Mejbri hrækti þá upp í stúku útiliðsins og lagði stuðningsmaðurinn sem varð fyrir hrákunni fram kvörtun. Málið var bæði rannsakað af enska knattspyrnusambandinu og lögreglunni í Lancashire.
Leikmaðurinn játaði brotið en hann verður ekki gjaldgengur í liði Burnley aftur fyrr en í viðureign liðsins gegn Newcastle 30. desember. Mejbri, sem er 22 ára gamall, hefur komið við sögu í 13 leikjum Burnley í deildinni á tímabilinu.
Athugasemdir

