Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 11:33
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Sýn 
Arnór Ingvi hugsar sér til hreyfings eftir fallið og óeirðirnar
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er með samning út næsta tímabil líka. En ég ætla að setjast niður með fjölskyldunni og mínu fólki og sjá hvað er best fyrir okkur. Ég mun svo taka ákvörðun út frá því. Ég hef ekki spáð of mikið í það en á eftir að skoða þetta betur," segir miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason í viðtali við Sýn.

Arnór hugsar sér til hreyfings eftir að lið hans Norrköping féll úr sænsku úrvalsdeildinni. Það brutust út miklar óeirðir eftir að Norrköping tapaði í umspili um að halda sæti sínu. Kveikt var í gervigrasinu á leikvangnum.

„Að vera hluti af þessu er ekki skemmtilegt og að hafa þetta á sinni ferilskrá," segir Arnór.

„Mér finnst þetta eigi ekki heima í fótbolta, að eyðileggja leikinn með þessum hætti. Það er allt í góðu að vera með læti uppi í stúku en svo lengi sem þetta hafi ekki áhrif á fótboltaleiki sem eru í gangi. Ef þetta er farið að hafa þau áhrif og ég tala ekki um að brenna grasið – þá er þetta komið yfir strikið."

Arnór er 32 ára gamall, uppalinn Keflvíkingur, og hefur spilað með Norrköping síðan 2022.


Athugasemdir
banner
banner