Arnór Gauti Ragnarsson tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum í gær að skórnir væru komnir á hilluna.
Hann kom við sögu í 17 leikjum þegar Afturelding féll úr Bestu deildinni í sumar. Arnór er fæddur árið 1997 og er uppalinn í Aftureldingu en gekk til liðs við Breiðablik árið 2014 og þar hófst meistaraflokksferillinn ári siðar.
Hann kom við sögu í 17 leikjum þegar Afturelding féll úr Bestu deildinni í sumar. Arnór er fæddur árið 1997 og er uppalinn í Aftureldingu en gekk til liðs við Breiðablik árið 2014 og þar hófst meistaraflokksferillinn ári siðar.
Arnór lék einnig með Selfossi, ÍBV og Fylki áður en hann sneri aftur í Mosfellsbæinn árið 2021. Hann spilaði 213 leiki og skoraði 53 mörk.
Hann spilaði 5 landsleiki fyrir U21 landsliðið og skoraði tvö mörk og þá spilaði hann einnig einn landsleik fyrir U19 landsliðið.
Athugasemdir



