Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   fim 04. desember 2025 12:19
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu bikarmörk Viktors Bjarka - „Þetta eru ekki heppnismörk“
Mynd: EPA
Viktor Bjarki Daðason heldur áfram að fara á kostum með FC Kaupmannahöfn en hann átti stórleik þegar FCK vann fyrri leik sinn gegn Esbjerg í 8-liða úrslitum danska bikarsins í gær.

Leiknum lauk með 4-2 sigri FCK en Viktor Bjarki kom liðinu yfir og lagði upp þriðja markið. Staðan var 3-1 í hálfleik en Viktor Bjarki skoraði fjórða mark liðsins og innsiglaði sigurinn.

Mörk Viktors voru af stuttu færi.


„Þetta eru ekki heppnismörk. Ég er bara á réttum stað á réttum tíma. Ég elska þessi 'auðveldu' mörk," segir Viktor við heimasíðu FCK.


Athugasemdir
banner