Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   fim 04. desember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nancy tekinn við Celtic (Staðfest) - Fyrsti leikurinn er stórleikur
Mynd: Columbus Crew
Celtic hefur staðfest að Wilfried Nancy er tekinn við liðinu af Martin O'Neil. Hann skrifar undir tveggja og hálfs árs samning.

Nancy kemur til Celtic frá bandaríska félaginu Columbus Crew en hann vann tvo titla við stjórnvölin hjá félaginu. Þá var hann þjálfari ársins í fyrra.

Hann tekur við af O'Neil sem var ráðinn bráðabirgðastjóri liðsins eftir að Brendan Rodgers sagði óvænt af sér. Celtic vann sjö af átti leikjum undir stjórn O'Neil.

Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Nancy verður toppbaráttuslagur gegn Hearts á heimavelli þann 7. desember. Liðin eru jöfn að stigum í tveimur efstu sætunum en Hearts er á toppnum á markatölu.
Athugasemdir
banner
banner