Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
banner
   fim 04. desember 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Shaka Hislop greindist með krabbamein
Mynd: EPA
Shaka Hislop, fyrrum markvörður Newcastle og West Ham, hefur opnað sig á samfélagsmiðlum og greint frá því að hann hafi greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Hinn 56 ára Hislop segist hafa greinst í hefðbundinni læknisskoðun og krabbameinið hefði dreift úr sér.

Hann fór í lyfjameðferð og er nýbúinn að ljúka geislameðferð.

Hislop endaði tvisvar í öðru sæti með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, þegar Kevin Keegan stýrði liðinu.

Hann fæddist í London en lék 26 landsleiki fyrir Trínidad og Tóbagó á árunum 1999–2006.



Athugasemdir