Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Murielle Tiernan í Stjörnuna (Staðfest) - „Vænti mikils af henni"
Kvenaboltinn
Mynd: Stjarnan
Murielle Tiernan er gengin í raðir Stjörnunnar en bandaríski markahrókurinn kemur til félagsins frá Fram. Fótbolti.net greindi frá yfirvofandi skiptum á föstudag og voru þau tilkynnt í dag.

Murielle, sem er þrítug, var markahæsti leikmaður Fram á síðasta tímabili, skoraði ellefu mörk í 21 leik í Bestu deildinni. Hún var líka markahæsti leikmaður liðsins 2024 þegar liðið fór upp úr Lengjudeildinni. Hún lék hjá Fram undir stjórn Óskars Smára Haraldssonar sem tók við liði Stjörnunnar í síðasta mánuði. Þau unnu einnig saman hjá Tindastóli tímabilið 2021.

Tilkynning Stjörnunnar
Murielle þarf ekki að kynna mikið fyrir knattspyrnuáhugafólki enda hefur hún skorað 147 mörk í 176 KSÍ leikjum á sínum ferli á Íslandi. Hún hefur leiki á Íslandi frá árinu 2018 bæði með Tindastól og nú undanfarin 2 ár með Fram. Hún skoraði 11 mörk í 21 leik á síðasta tímabili.

„Ég tel það mikilvægt skref í uppbyggingarfasanum sem við viljum taka á næstu árum að vera með réttu karakterana. Murielle Tiernan er ekki bara fantagóður framherji sem kann að skora mörk - heldur er hún jákvæður leiðtogi sem gefur af sér, bæði innan sem utan vallar. Ég er gríðarlega ánægður að fá hana í Garðabæinn og vænti mikils af henni,” segir Óskar Smári.

Við bjóðum Murielle hjartanlega velkomna í Garðabæinn og tökum vel á móti henni.


Athugasemdir
banner