Óliver Dagur Thorlacius hefur ákveðið að taka sér hlé frá fótboltaiðkun og einbeita sér að þjálfun hjá KR.
Óliver er miðjumaður sem er uppalinn í KR og spilaði með Gróttu og Fjölni áður en hann gekk aftur í raðir KR fyrir um ári síðan. Hann lék með KR í Lengjubikarnum en kom ekkert við sögu í Bestu deildinni.
Óliver er miðjumaður sem er uppalinn í KR og spilaði með Gróttu og Fjölni áður en hann gekk aftur í raðir KR fyrir um ári síðan. Hann lék með KR í Lengjubikarnum en kom ekkert við sögu í Bestu deildinni.
Óliver þjálfar 3. og 5. flokk karla og 6. flokk kvenna hjá KR ásamt því að vera að klára UEFA A þjálfaragráðu. Hann er einnig menntaður íþróttafræðingur.
„Við erum mjög ánægð með störf Ólivers Dags og að hafa hann í okkar þjálfarahópi! Vonandi fáum við svo að sjá hann aftur á vellinum," segir í tilkynningu KR þar sem tilkynnt er að hann ætli að setja meiri fókus á þjálfaraferilinn.
Athugasemdir



