Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 10:35
Elvar Geir Magnússon
Mun Chelsea sakna Caicedo sárt eða er þetta kærkomin hvíld?
Caicedo er einn besti varnarsinnaði miðjumaður heims.
Caicedo er einn besti varnarsinnaði miðjumaður heims.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Andrey Santos.
Andrey Santos.
Mynd: EPA
Moises Caicedo hjá Chelsea er einn besti varnartengiliður heims og stjórinn Enzo Maresca gerir sér svo sannarlega grein fyrir mikilvægi hans. Hann hefur valið ekvadorska miðjumanninn í byrjunarlið sitt í ensku úrvalsdeildinni í 50 af 51 leik.

Eftir 1-1 jafntefli gegn Arsenal er ljóst að Caicedo missir af þremur leikjum vegna leikbanns. Hann verður ekki með gegn Leeds í kvöld og heldur ekki gegn Bournemouth og Everton.

Maresca setur Caicedo í sama flokk og Cole Palmer.

„Við erum betra lið með Cole og við erum betra lið með Moi," sagði Maresca á fréttamannafundi.

Tölfræðin talar sínu máli
Caicedo er algjör lykilmaður hjá Chelsea og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu á síðasta tímabili, bæði af samherjum og stuðningsmönnum.

Tölfræði Opta talar sínu máli en enginn miðjumaður í sterkustu deildum Evrópu hefur átt fleiri tæklingar eða náð boltanum oftar af mótherjum sínum á þessu tímabili.

Santos fyllir væntanlega skarðið
Það liggur beint við að hinn 21 árs Andrey Santos muni fylla skarð Caicedo en hann gerði það fantavel í sigrinum gegn Burnley 22. nóvember.

Enzo Fernandez getur einnig leikið aftar á vellinum en er ekki með sama líkamsstyrk eða tæklingagetu og Caicedo eða Santos. Þá lék Reece James frábærlega á miðsvæðinu gegn Arsenal en hann verður líklega hvíldur í kvöld. Varnarmennirnir Malo Gusto og Josh Acheampong geta líka leyst miðjuhlutverk.

Hvíld fyrir jólatörnina
Það hefur verið mikið leikjaálag á Caicedo og mögulega reynist leikbann hans kærkomin hvíld áður en kemur að jólatörninni frægu. Fyrir leikinn gegn Arsenal sagði Caicedo að hann væri að spila í gegnum óþægindi í hné.

„Hann hefur spilað næstum hvern einasta leik, líka með landsliðinu. Það er Meistaradeildarleikur næsta þriðjudag svo hann verður með gegn Atalanta. En þetta er tækifæri til að fá hann til að safna orku og vinna í vandamálunum í hnénu," segir Maresca.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
10 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
13 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner
banner