„Liverpool er að versna," segir íþróttafréttamaðurinn Lewis Steele hjá Daily Mail. Liverpool slapp með stig á heimavelli gegn Sunderland í gær og er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Steele telur að Liverpool sé ekki nægilega gott til að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Hann segir að lið séu hætt að óttast Liverpool, þvert á móti séu þau farin að hlakka til að mæta þeim.
„Þetta var önnur ömurleg frammistaða hjá liðinu. Það eru margir sem hafa trú á því að þetta smelli hjá Liverpool bráðum og liðið snúi þessu við en við getum bara dæmt það sem við sjáum núna. Núna er þetta lið á niðurleið með stjóra sem er hugmyndasnauður."
Steele telur að Liverpool sé ekki nægilega gott til að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Hann segir að lið séu hætt að óttast Liverpool, þvert á móti séu þau farin að hlakka til að mæta þeim.
„Þetta var önnur ömurleg frammistaða hjá liðinu. Það eru margir sem hafa trú á því að þetta smelli hjá Liverpool bráðum og liðið snúi þessu við en við getum bara dæmt það sem við sjáum núna. Núna er þetta lið á niðurleið með stjóra sem er hugmyndasnauður."
Mikið hefur verið rætt og ritað um Mo Salah sem hefur byrjað á bekknum síðustu leiki en hann hefur ekki verið skugginn af sjálfum sér á þessu tímabili.
Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool, telur mögulegt að Salah færi sig um set í janúar eða næsta sumar.
„Það kæmi mér gríðarlega á óvart ef hann myndi klára þau tvö ár, eða eitt og hálft, sem hann á eftir af samningnum sínum. Hann sættir sig ekki við að vera á bekknum, hann vill spila í hverri viku. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann færi í janúar eða kannski næsta sumar," segir Redknapp.
„Það er verið að orða hann mikið við Sádi-Arabíu enda er hann algjör goðsögn í þeim heimshluta. Bandaríkin gætu líka verið möguleiki."
Athugasemdir



