Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 17:30
Brynjar Ingi Erluson
„Ferð á hnén ef Guardiola biður þig um að koma“
Mynd: EPA
Spænski bakvörðurinn Marc Cucurella gaf það sterklega til kynna að hann sé enn svekktur með að hafa ekki farið til Manchester City árið 2022 en hann ræddi áhuga liðsins í viðtali við Informe.

Cucurella hafði verið að standa sig frábærlega með Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester City reyndi að fá hann en náði ekki samkomulagi við Brighton. Chelsea kom inn í myndina, náði strax að semja við Brighton og skrifaði hann undir sex ára samning.

„Man City vildi mig áður en ég gekk í raðir Chelsea. Þeir voru sjóðandi heitir og bara eitt besta lið heims. Ég vildi fara og þegar þeir koma á eftir manni, og Guardiola biður þig um að koma, þá ferðu á hnén ef þess þarf til að fara þangað, en félögin náðu ekki samkomulagi,“ sagði Cucurella í viðtalinu.

Sérstök ummæli hjá Cucurella sem hefur verið einn af lykilmönnum hjá Chelsea síðustu tímabil, en hann hefur greinilega ekki gefið drauminn um að spila fyrir Guardiola upp á bátinn.
Athugasemdir
banner