Stjórn fótboltadeildar Vals hélt í vikunni opinn félagsfund í Fjósinu þar sem fjallað var um stefnumótun deildarinnar, framtíðarsýn og þróun fótboltans í Val.
Á fundinum kynnti Kristinn Ingi Lárusson, stjórnarmaður, stefnumótunarvinnu sem unnin hefur verið með sænska ráðgjafarfyrirtækinu GoalUnit.
„Þar er skýr áhersla á langtímahugsun fremur en skammtímahagsmuni, öfluga uppbyggingu yngri flokka og að fleiri uppaldir og ungir leikmenn ryðji sér til rúms í meistaraflokkum félagsins – án þess þó að gefa afslátt á árangri," segir í tilkynningu Vals.
GoalUnit er fyrirtæki sem hefur verið aðeins í umræðunni, bæði í tengslum við Breiðablik og FH.
Á fundinum kynnti Kristinn Ingi Lárusson, stjórnarmaður, stefnumótunarvinnu sem unnin hefur verið með sænska ráðgjafarfyrirtækinu GoalUnit.
„Þar er skýr áhersla á langtímahugsun fremur en skammtímahagsmuni, öfluga uppbyggingu yngri flokka og að fleiri uppaldir og ungir leikmenn ryðji sér til rúms í meistaraflokkum félagsins – án þess þó að gefa afslátt á árangri," segir í tilkynningu Vals.
GoalUnit er fyrirtæki sem hefur verið aðeins í umræðunni, bæði í tengslum við Breiðablik og FH.
Athugasemdir


